Kristín Tómasdóttir
er fjölskyldumeðferðarfræðingur og sérhæfir sig í parameðferð

Flest pör fara í gegn um allskonar landslag í sambandi sínu. Slíkt er eðlilegt og mikilvægt er að takast á við hlutina þegar brekkur eru brattar.
Algeng vandamál sem fólk leitar sér hjálpar með eru til dæmis:
- Parið hefur fjarlægst
- Samskipti eru erfið og einkennast af tíðum rifrildum, pirring, fýlu eða þögn
- Trúnaðarbrestir
- Kynlífs- og nándarvandi
- Vináttan hefur minnkað og varnarstaða aukist
- Ósætti hvað varðar fjármál, barnauppeldi og vinnuálag ofl
- Mikil utanaðkomandi streita sem hefur áhrif á sambandið
Þau pör sem eru komin á endastöð og sjá ekki aðra möguleika en skilnað geta leitað eftir skilnaðarmeðferð sem miðar að því að styðja við skilnaðarferlið svo það megi enda á sem farsælastan máta.
Kristín starfar eftir gagnreyndum meðferðaraðferðum t.d tilfinningarmiðuð nálgun (Emotionally Focused Therapy) og lausnarmiðuð nálgun (Solution-Focused Therapy) auk þess sem hún styðst við atferlisfræði og hugræna atferlisfræði.
Parameðferð hefur gefið góða raun hvort sem hún miðar að því að slökkva elda eða fyrirbyggja vanda.
Ekki hika við að senda fyrirspurnir eða panta tíma á kristin@kristintomas.is